English

Fangar

Fangar er átakamikil fjölskyldusaga úr íslenskum samtíma. Líf Lindu og fjölskyldu hennar umturnast þegar hún er færð í kvennafangelsið í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þekktan mann úr viðskiptalífinu og veitt honum lífshættulega áverka. Á sama tíma og Herdís móðir Lindu berst í fullkominni afneitun við að halda ímynd fjölskyldunnar flekklausri fer þingmaðurinn Valgerður, eldri systirin, að nýta fjölskylduharmleikinn sér til framdráttar. Í fangelsinu hittir Linda fyrir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu og myndar sambönd sem hafa örlagarík áhrif á líf hennar.

Sjá streymi

Um myndina

FyrirtækiStikla