English

Grimmd

Grimmd segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið.

Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir og Jóhannes Schram, eru kölluð til. Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsóknin flækist enn frekar.

Sjá streymi

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    21. október, 2016, Smárabíó
  • Tegund
    Drama, Glæpa
  • Lengd
    104 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Grimmd
  • Alþjóðlegur titill
    Cruelty
  • Framleiðsluár
    2016
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Myndsnið
    2.35:1
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo
  • Sýningarform og textar
    DCP, enskur texti.

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2018
    New York Scandinavian House
  • 2018
    Kaltblütig 4. Esslinger Krimitage
  • 2018
    Kommunales Kino Esslingen