Árásin á Goðafoss
Í nóvember 1944 var skip Eimskipafélagsins, Goðafoss, að koma til Íslands í skipalest bandamanna. Þegar skipið kom fyrir Garðskaga skaut þýski kafbáturinn U-300, tundurskeyti í Goðafoss sem sökk á nokkrum mínútum. Með skipinu fórust 42 menn, konur og börn og var þetta mesta manntjón sem Íslendingar urðu fyrir í seinni heimsstyrjöldinni.
Í myndinni fylgjumst við með farþegum og skipverjum á Goðafossi á leið þeirra frá New York til Skotlands og þaðan til Íslands. Þá kynnumst við einnig skipverjum á U-300 sem gerður var út frá Noregi. Bretar og Bandaríkjamenn höfðu þegar hér var komið við sögu hrakið þýsku kafbátana af siglingaleiðum í Atlantshafi og því leyndist kafbáturinn fyrir innan allar varnir bandamanna á Íslandi. Þó fjöldi manna hafi séð árásina á Goðafoss úr landi hefur ekki enn tekist að finna flak skipsins - þrátt fyrir mikla leit.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Frumsýnd25. desember, 2009
-
Lengd110 mín.
-
TungumálÍslenska
-
TitillÁrásin á Goðafoss
-
Alþjóðlegur titillLost Ship, The
-
Framleiðsluár2009
-
FramleiðslulöndÍsland
-
FrumsýningarstöðRÚV
-
Fjöldi þátta í seríu2
-
Vefsíða
-
KMÍ styrkurJá
-
UpptökutækniDigibeta Pal
-
Myndsnið16:9
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af