Köld slóð
Köld slóð er fyrst og fremst sakamálasaga með blaðamanninn Baldur í aðalhlutverki, en hann svífst einskis til að grafa fram dularfulla og tvísýna atburði.
Myndin hefst á því að öryggisvörður finnst látinn í einangraðri virkjun á hálendi Íslands. Fyrst virðist vera um slys að ræða og Baldur hefur því lítinn áhuga á fréttinni. Það breytist þó snarlega þegar móðir hans segir honum að látni maðurinn sé pabbinn sem hann aldrei kynntist. Nú er forvitni Baldurs fyrir alvöru vakin og hann ákveður að komast á snoðir um hvað raunverulega leynist í klakaböndunum á þessum afvikna stað.
Baldur heldur upp á hálendið sem nýr öryggisvörður og tekur við starfi þess látna. Fljótlega eftir komuna í virkjunina kemst hann að raun um að ekkert er sem sýnist. Fólkið í virkjuninni lifir í einangruðu samfélagi og er andsnúið ókunnugum. Eitt af því sem Baldur kemst fljótlega á snoðir um, er að á staðnum fer fram ábatasöm en ólögleg hliðarbúgrein. Koma Baldurs og forvitni setur því allt í hættu. En ekki nóg með það. Baldur, sem er rannsóknarblaðamaður af Guðs náð, grefur fljótlega upp gamalt glæpamál og setur þar með líf sitt fyrir alvöru í hættu.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Aðstoðarhljóðmaður
-
Aðstoðarmaður við framleiðslu
-
Aðstoðartökumaður
-
Aðstoð við framleiðslu
-
Annar aðstoðartökumaður
-
Atriðahönnuður
-
Áhættuatriði
-
Áhættuleikur
-
Bókhald
-
Brellur
-
Búningar
-
Byggt á sögu eftir
-
Eftirvinnsla hljóðs
-
Framleiðandi
-
Förðun
-
Gervi
-
Gripill
-
Hár
-
Hljóð
-
Hljóðblöndun
-
Hljóðbrellur
-
Kvikmyndataka 2. einingar
-
Leikmunir
-
Leikmyndahönnun
-
Leikstjórn 2. einingar
-
Listræn stjórnun
-
Ljósamaður
-
Ljósmyndari
-
Samhæfing tölvumyndar og kvikmyndatöku
-
Skrifta
-
Titlar
-
Tónlistarflutningur
-
Tökumaður
-
Tökustaðastjóri
-
Umsjón með dýrum
-
Umsjón með eftirvinnslu
-
Útsetning á tónlist
Um myndina
-
FlokkurKvikmynd
-
Frumsýnd29. desember, 2006
-
TegundDrama
-
Lengd95 mín.
-
TungumálÍslenska
-
TitillKöld slóð
-
Alþjóðlegur titillCold Trail
-
Framleiðsluár2006
-
FramleiðslulöndÍsland, Danmörk
-
IMDB
-
Vefsíða
-
KMÍ styrkurJá
-
Upptökutækni35mm
-
Myndsnið1.85:1
-
LiturJá
-
HljóðDolby
-
Sýningarform og textar35mm filma með enskum textum - 35mm filma með þýskum textum - SP Beta
Leikarar
-
Aðalhlutverk
-
AukahlutverkHarald G. Haraldsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Bjarni Grímsson, Hilmir Snær Guðnason, Bryndís Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Hersir F. Albertsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Edda Arnljótsdóttir, Friðrik Oddsson, Lars Brygmann, Hanna María Karlsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Tómas Lemarquis, Hjalti Hjálmarsson, Júlía Örvarsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Birta Júlía Þorbjarnardóttir, Kristmundur Valberg, Sigurgeir H. Friðþjófsson
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Meðframleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af
Þátttaka á hátíðum
- 2016Iceland Sounds & Sagas, Turku, Finnlandi
- 2007Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Hljóð og Tónlist ársins (hljóðvinnsla: Gunnar Árnason). Útlit myndar (leikmynd: Árni Páll Jóhannsson). Tilnefnd fyrir leikara/leikkonu í aukahlutverki (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir). Tilnefnd fyrir myndatöku og klippingu ársins (myndataka: Víðir Sigurðsson).
- 2007Canberra International Film Festival
- 2007Emden International Film Festival
- 2007Montreal World Film Festival
- 2007Nordic Filmdays Lubeck
Útgáfur
- Sena, 2007 - DVD