English

Sólskinsdrengurinn

Ímyndaðu þér að þú gætir ekki haft samband við umheiminn. Þú gætir ekki tjáð líðan þína – ófær um að koma löngunum þínum, draumum og þrám til skila, þótt þær væru ekki minni en hjá öðru fólki. Ímyndaðu þér að þú reiddir þig á aðstoð annarra við einföldustu daglegu verk, eins og að klæða þig og borða. Ímyndaðu þér að þú værir fastur inni í skel.

Heimildamyndin Sólskinsdrengurinn, í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, segir sögu Margrétar, sem hefur reynt allt til að koma syni sínum til hjálpar. Keli er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu – mamma hans veit ekki einu sinni hvort hann skilur íslensku, hvað þá önnur tungumál. Þótt Margrét eygji ekki mikla von fyrir hönd Kela brenna á henni margar spurningar um það dularfulla og flókna ástand sem einhverfa er. Hún heldur til Bandaríkjanna, þar sem hún kynnist vísindamönnum á sviði einhverfu og meðferðar við henni og foreldrum einhverfra barna sem eiga sama baráttumál og hún; að brjóta niður múrinn milli
barnanna og umheimsins. Þessi vegferð verður lengri og afdrifaríkari en hún ætlaði í upphafi.
Í ferðinni kviknar von um að hægt sé að hjálpa syni hennar meira en hún hafði áður talið.

Ef til vill er hægt að brjóta niður einhverfumúrinn og kynnast einstaklingnum sjálfum?

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    9. janúar, 2009, Háskólabíó
  • Lengd
    103 mín.
  • Tungumál
    Enska
  • Titill
    Sólskinsdrengurinn
  • Alþjóðlegur titill
    Mother's Courage: Talking Back to Autism, A
  • Framleiðsluár
    2009
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HDV
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2012
    Europe on Screen, Jakarta, Indonesia
  • 2012
    Two Riversides Film and Art Festival, Polland
  • 2012
    Santé, International Health Film Festival, France
  • 2011
    ImagéSanté International Health Film Festival
  • 2011
    Imagésanté, International Health Film Festival
  • 2011
    Thessaloniki Documentary Festival, Retro
  • 2010
    Artfilmfest International Film Festival
  • 2010
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd sem heilmildarmynd ársins. Tilnefnd fyrir hljóð ársins (Kjartan Kjartansson, Steingrímur E. Guðmundsson, Björn Viktorsson). Tilnefnd fyrir klippingu ársins (Þuríður Einarsdóttir).
  • 2010
    Vancouver International Film Festival
  • 2010
    Summer Film School
  • 2010
    Gimli Film Festival
  • 2010
    Festroia International Film Festival
  • 2010
    Off Plus Camera
  • 2010
    International Film Festival Breda
  • 2010
    Thessaloniki Documentary Film Festival
  • 2010
    Polish Film Festival in Gdynia, Icelandic and Norwegian Day
  • 2010
    Göteborg International Film Festival
  • 2009
    Toronto International Film Festival - Verðlaun: Kanada
  • 2009
    Nordisk Panorama
  • 2009
    Pusan International Film Festival - Verðlaun: S-Kórea