Bjarnfreðarson
Kvikmyndin Bjarnfreðarson er sjálfstæður lokakafli hinnar geysivinsælu og margverðlaunuðu Vaktaseríu og það allra síðasta sem við munum sjá af þeim kumpánum Georgi Bjarnfreðarsyni (Jón Gnarr), Ólafi Ragnari (Pétur Jóhann Sigfússon) og Daníel Sævarssyni (Jörundur Ragnarsson), sem saman hafa eldað grátt silfur í Nætur- Dag- og Fangavaktinni.
Myndin Bjarnfreðarson tekur upp þráðinn nokkrum árum eftir Fangavaktina, þar sem Georg losnar úr fangelsi. Georg á vitaskuld erfitt með að aðlagast lífinu fyrir utan veggi Litla Hrauns og neyðist til að flytja inn til Daníels eftir að móðir hans, Bjarnfreður (Margrét Helga Jóhannsdóttir) hafnar honum. Það verður svo allt vitlaust þegar Ólafur, sem býr hjá Daníel eins og ódæll unglingur, kemst að því að gamli yfirmaður hans er mættur á svæðið á nýjan leik.
Eins og gefur að skilja er kominn tími á uppgjör. Þremenningarnir eru allir á ákveðnum tímamótum í lífinu; Georg leitar uppruna síns, Ólafur finnur loksins rétta hillu í lífinu og Daníel þarf að horfast í augu við erfiðan sannleik um sjálfan sig. Samsíða þessu fá áhorfendur að kynnast uppvaxtarárum Georgs og hvernig hann, þökk sé pólitísku uppeldi Bjarnfreðar (Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Bjarnfreði á yngri árum), endaði sem það skrímsli sem áhorfendur hafa kynnst í Vöktunum. Þessir þræðir fléttast svo saman í eina stórskemmtilega sögu, sem hefur að geyma fjölmargar og óvæntar uppljóstranir.
Bjarnfreðarson er leyfð öllum aldurshópum og virkar sem sjálfstætt verk, þó vitaskuld fái dyggir fylgjendur Vaktanna meira fyrir sinn snúð.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Meðframleiðandi
-
Aðstoðarhljóðmaður
-
Aðstoðarleikstjórn
-
Aðstoðartökumaður
-
Bókhald
-
Brellur
-
Búningar
-
Framkvæmdastjórn
-
Framleiðslustjórn
-
Förðun
-
Gervi
-
Grafísk hönnun
-
Gripill
-
Hljóðblöndun
-
Hljóðbrellur
-
Hljóðhönnun
-
Hljóðupptaka
-
Kynningar- og markaðsmál
-
Leikmunir
-
Leikmyndahönnun
-
Litgreining
-
Ljósamaður
-
Ljósmyndari
-
Lýsing
-
Samsetning
-
Skrifta
-
Stafrænar tæknibrellur
-
Titlar
-
Umsjón með eftirvinnslu
Um myndina
-
FlokkurKvikmynd
-
Frumsýnd26. desember, 2009, Háskólabíó
-
TegundDrama, Gaman
-
Lengd105 mín.
-
TungumálÍslenska
-
TitillBjarnfreðarson
-
Alþjóðlegur titillMr. Bjarnfredarson
-
Framleiðsluár2009
-
FramleiðslulöndÍsland
-
IMDB
-
Vefsíða
-
KMÍ styrkurJá
-
UpptökutækniRED
-
Myndsnið2.35:1
-
LiturJá
-
HljóðDolby
-
Sýningarform og textar35mm filma með enskum textum - DigiBeta með enskum textum - HDCAM með enskum textum -35mm film with English sub. -
Leikarar
-
Aðalhlutverk
-
AukahlutverkÁgústa Eva Erlendsdóttir, Sara Margrét Nordahl Michaelsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Örn Árnason, Helga Braga Jónsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Jón Gnarr Jónsson, Hafsteinn Máni Hildarson, Kristinn Óli Haraldsson, Bjarni Þorgeir Bjarnason, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, Hilmar Guðjónsson, Jökull Steinarsson, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson, Guðmundur Fjalar Ísfeld, Katla M. Þorgeirsdóttir, Björgvin Ingason, Elín Ósk Hölludóttir, Amira, Edda Arnljótsdóttir, Emil Adrian Deyaney, Dagur Ingi Axelsson, Arnar Freyr Karlsson, Guðmundur Jón Stefánsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Einar Björn Heimisson, Harpa Árný Svansdóttir, Lísa Bríet Ólafsdóttir, Hrafnkell Goði Halldórsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Helgi Kristófersson, Einar Örn Einarsson, Edda Andrésdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hafsteinn Máni Svansson, Jakob Þór Einarsson, Þórhallur Sigurðsson (II), Ingrid Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, Andri Þór Jóhannsson, Benedikt Björnsson, Ómar Leifur Ragnarsson, Þórarinn Siggeirsson, Sigvaldi Kaldalóns, Bjarni Þorgeir Bjarnason, Alexía Rut Guðlaugsdóttir, Eyþór Trausti Jóhannsson, Auður Ingólfsdóttir, Arnheiður Edda Hermannsdóttir, Katrín Brynja Valdimarsdóttir, Valgerður Einarsdóttir, Egill Halldórsson, Hinrik Jónsson, Ægir Ingimundarson, Ása Helga Ragnarsdóttir, Elsa G. Björnsdóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir, Hörður Óskarsson, Hrefna Óðinsdóttir, Þór Elíasson, Júlía Hannam, Álfdís Gunnarsdóttir, Kolbrún María Másdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Elva Bjartey Aðalsteinsdóttir, Thelma Lind Waage, Aníta Lind Kristinsdóttir, Dagný Dís Magnúsdóttir, Tanya Lynn Williamsdóttir, Halldór Gylfason, Christian Gunnar Jónsson, Davíð Freyr Þórunnarson, Ásgeir Kolbeinsson, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Lárus Ýmir Óskarsson, Walter Grímsson, Emil Jóhannsson, Inga Dís Richter, Gyða Dröfn Hannesdóttir, Sigurósk Tinna Pálsdóttir, Guðni Líndal Benediktsson, Tinna Ágústsdóttir, Vilhjálmur Logason, Gunnar Wigelund, Hinrik Þór Svavarsson, Helga E Jónsdóttir, Dane Magnússon, Þórir Roff, Veronica M. Jarosz, Árni Magnússon
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af
-
Hljóð
Þátttaka á hátíðum
- 2016Iceland Sounds & Sagas, Turku, Finnlandi
- 2011Nordic Film Days, Kalingrad
- 2011Taste of Iceland, Baltimore
- 2010Göteborg International Film Festival
- 2010Berlin International Film Festival
- 2010Montreal World Film Festival
- 2010Mill Valley Film Festival
- 2010Molodist International Film Festival
- 2010Edduverðlaunin / Edda Awards
Sýningar í kvikmyndahúsum
-
ÍslandSambíóin Álfabakka, 2010
-
ÍslandSambíóin Kringlunni, 2010
-
ÍslandSambíóin Akureyri, 2010
-
ÍslandBíó Paradís, 2011
Útgáfur
- SAM myndir, 2010 - DVD