English

Made in the USA

Odell Barnes var dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða svo vinkonu móður sinnar, Helen Bass, en hún fannst látin á heimili sínu kvöld eitt í nóvember 1989. Í þessari heimildarmynd er ekki reynt að skera úr um hvort hann hafi verið sekur eða saklaus heldur einungis að sýna fram á að réttarhöldin voru klúður. Rannsóknarlögreglumennirnir sem komu að málinu sóttust eftir sakfellingu og aftöku sama hvað það kynni að kosta. Það veit enginn hvað gerðist raunverulega þetta kvöld. Við vitum bara að Odell barðist fyrir því í níu ár að mál hans yrði tekið upp að nýju og ný sönnunargögn tekin til greina. En þrátt fyrir verulegan vafa var hann tekinn af lífi. Því miður er saga Odells ekkert einsdæmi í Bandaríkjunum.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  105 mín.
 • Tungumál
  Enska
 • Titill
  Made in the USA
 • Alþjóðlegur titill
  Made in the USA
 • Framleiðsluár
  2001
 • Framleiðslulönd
  Frakkland
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby Stereo SR

Þátttaka á hátíðum

 • 2015
  Reyjkavík International Film Festival


Stikla