English

Bestu vinkonur að eilífu amen

Bestu vinkonur að eilífu amen fjallar um intensíva vináttu kvenna og óljósu mörkin sem geta legið á milli vináttunnar og ástarinnar. Í myndinni er tilfinningalíf ungrar konu kannað, konu sem telur sig hafa fundið sálufélagann í bestu vinkonu sinni og neitar að leita lengra. Því hver þarf á öðru fólki að halda þegar maður á bestu vinkonu?

Bestu vinkonur að eilífu amen er mynd um tvær ungar konur á þrítugsaldri, Katrínu og Siggu, sem búa saman og hafa alltaf verið, eru og munu alltaf verða, bestu vinkonur. Þær lifa í sátt og samlyndi í fullkomlega markalausri sambúð sem minnir jafnvel á köflum á ástarsamband. Þegar Sigga verður óvænt ólétt eftir strák sem hún þekkir lítið sem ekkert og ætlar að láta reyna á sambúð með barnsföður sínum bregst Katrín illa við og finnst hann vera að troða sér inn í þeirra fullkomna heim. Þá reynir á hversu sterk vinátta þeirra er, á hverju hún byggir og hvað gerist þegar lífið heldur áfram og forsendurnar breytast.

Um myndina

  • Flokkur
    Stuttmynd
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    11 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Bestu vinkonur að eilífu amen
  • Alþjóðlegur titill
    Best Friends Forever and Ever
  • Framleiðsluár
    2016
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2016
    Nordisk Panorama Film Festival, Malmö, Svíþjóð
  • 2016
    Nordische Filmtage Lubeck