English

Sumarlok

Sumarlok er tilraunakennd stuttmynd eftir tónskáldið og Golden Globe verðlaunahafann Jóhann Jóhannson. Áhorfandinn fer í dáleiðandi og lágstemmdan könnunarleiðangur um berangurslegt landslag eyjunnar Suður Georgíu og Suðurskautlandsins undir sumarlok þegar dagarnir styttast óðum. Myndin byggir á heimspekikenningu þar sem gamlar hugmyndir um náttúruna sem viðfang fegurðar og forréttinda fyrir mannskepnuna eru véfengdar. Hún er skotin á svarthvíta súper 8 filmu og undir hljómar seiðmögnuð tónlist eftir Jóhann.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd erlendis
    1. nóvember, 2014, CPH: DOX
  • Lengd
    29 mín.
  • Titill
    Sumarlok
  • Alþjóðlegur titill
    End of Summer
  • Framleiðsluár
    2014
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Danmörk
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Upptökutækni
    8 mm
  • Litur
    Svarthvítur

Þátttaka á hátíðum

  • 2015
    IndieLisboa International Independent Film Festival - Verðlaun: Aðalverðlaun fyrir stuttmynd ársins.
  • 2015
    Stockfish Film Festival
  • 2015
    Nordische Filmtage Lübeck
  • 2014
    CPH: DOX


Stikla