English

Drottins náð

Allir eiga sögur af sjálfum sér og einhverjum dýrum sem eru þeim eftirminnileg. Samskipti og tengsl manna við gæludýr, húsdýr og villt dýr geta orðið mjög náin. Í þeim felast einhver undur sem ekki nást fram manna á milli. Tvær kvikmyndir taka á þessu sérstaka sambandi.

Þrettán einstaklingar deila persónulegri reynslu sinni af samvistum við dýr. Heimildarmyndin er tekin upp í sveitum landsins þar sem nánd við húsdýrin er ráðandi þáttur í daglegum störfum og lífi. Titill myndarinnar vísar til hins kristilega lögmáls um dýrin sem gjöf guðs, mönnum til ununar og afnota.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd erlendis
    11. nóvember, 2015, CPH: DOX
  • Lengd
    43 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Drottins náð
  • Alþjóðlegur titill
    Grace of God
  • Framleiðsluár
    2015
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur
  • Sýningarform og textar
    DCP

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2015
    CPH: DOX


Stikla