English

Dýrmundur í Húsdýragarðinum

Hér segir frá Dýrmundi Dalfjörð en hann vinnur sem sem næturvörður í Húsdýragarðinum. Dag einn byrja dýrin í garðinum að hverfa og Dýrmundur lendir í stökustu vandræðum við að leyna því. Rottó vinur hans reynir að hjálpa honum og saman vinna þeir að því að upplýsa þessi dularfullu dýrahvörf.

Þættirnir fjalla um hann Dýrmund sem er óheppinn, latur og sérhlífinn náungi. Hann fær vinnu í Hýsdýragarðinum við að passa dýrin en svo fara dularfullir atburðir að gerast í garðinum. Dýrmundur þarf svo að vinna úr því sjálfur ásamt besta vini sínum Rottó, sem er rotta, og systur sinni að leysa þetta vandamál sem kemur upp. Hann getur ekki látið neinn annan starfsmann vita því að hann er svo hræddur um að missa vinnuna og þá getur hann ekki keypt fína jólagjöf handa kærustunni sinni.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Leikið sjónvarpsefni
 • Frumsýnd
  1. desember, 2008
 • Tegund
  Fjölskyldu- og barnamynd, Gaman
 • Lengd
  360 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Dýrmundur í Húsdýragarðinum
 • Alþjóðlegur titill
  Dýrmundur in the Zoo
 • Framleiðsluár
  2008
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Frumsýningarstöð
  RÚV
 • KMÍ styrkur
 • Litur

Fyrirtæki