English

Kórinn

Kórinn er heimildarmynd um Léttsveit Reykjavíkur sem er 120 kvenna kór.
Kórastarf er ær og kýr fjölda íslendinga og í þessari heimildarmynd er
skyggnst bak við tjöldin hjá slíkum kór og skoðað hvað það er sem
dregur saman gjörólíka einstaklinga til sameiginlegra átaka og þeirrar
upplifunar sem söngurinn veitir. Við fáum innsýn í gleði og sorgir
kórfélaga og beinum sjónum að þeirri samstöðu, vináttu og miklu
skemmtun sem kórfélagar fá út úr starfinu.

Í myndinni kynnumst við nokkrum kórfélögum, persónulegum högum þeirra
og bakgrunni. Við fylgjumst með kórstarfinu, æfingum, og tónleikum en
einnig fjársöfnun svo sem sölu á klósettpappír og kökum í Kolaportinu.
Þá sláumst við í för með kórnum til Ítalíu þar sem kórinn heldur
tónleika m.a. í Veróna og Feneyjum. Loks er farið í útilegu í Galtalæk
þar sem sungið er í íslenskri sumarnótt.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    11. október, 2005, Háskólabíó
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Kórinn
  • Alþjóðlegur titill
    Kórinn
  • Framleiðsluár
    2005
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
  • Litur

Fyrirtæki