English

Fíaskó

Það má vera að þau líti út fyrir að vera venjulegt fólk, en það er örend fatafella í nuddpottinum hjá trúboðanum og allt er þetta eitt heljarinnar Fíaskó.

Karl er ellilífeyrisþegi og gengur með grasið í skónum á eftir gamalli kvikmyndastjörnu sem þjáist af minnisleysi og tíðum geðsveiflum. Tilfinningar hennar í garð Karls sveiflast á milli væntumþykju og fyrirlitningar en hann er staðráðinn í að ná ástum hennar með öllum ráðum, jafnvel með því að ræna banka.

Júlía, barnabarn Karls, er ófrísk og er með tvo menn í takinu: Gulla, sem er meðaljón og bankastjóri og Hilmar, villtan sjómann. Annar þeirra býður henni lífsþægindi og öryggi, hinn ástríðu og fjör. En hvorn þeirra velur hún - ef hún kærir sig um annan hvorn þeirra? Og hver er faðirinn? Og er hún í alvörunni ófrísk?

Bara að Steingerður, mamma Júlíu, vissi af þessu en hún er of upptekin af sínum eigin hugðarefnum. Hún dýrkar trúboðann Salómon, hrífandi mann sem drekkur allt of mikið og lendir í því að dauð fatafella finnst í nuddpottinum hans eftir sérlega fjöruga nótt úti á lífinu. Steingerður verður vitorðsmaður hans. Þau ákveða að koma líkinu fyrir í bílskottinu og kasta því síðan í sjóinn. Allt gengur samkvæmt áætlun þangað til bílnum er stolið. Brautir persónanna skerast þegar líður á myndina og loks fléttast þræðirnir þrír saman í kraftmiklum lokakafla þar sem ýmislegt kemur á óvart.

Sjá streymi

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    10. mars, 2000
  • Tegund
    Gaman, Drama
  • Lengd
    92 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Fíaskó
  • Alþjóðlegur titill
    Fiasco
  • Framleiðsluár
    2000
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Danmörk, Þýskaland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    35mm
  • Myndsnið
    1.85:1
  • Litur
  • Hljóð
    Dolby Stereo SR
  • Sýningarform og textar
    35mm filma með enskum textum - 35mm filma með portugölskum texta textum -

Þátttaka á hátíðum

  • 2016
    Ultima Thule, ýmsir sýningarstaðir, Pólland
  • 2001
    Göteborg International Film Festival
  • 2001
    Hawaii International Film Festival USA
  • 2001
    Jeonju International Film Festival S-Korea
  • 2001
    Shadowline Salerno Film Festival Italy
  • 2001
    Troia International Film Festival Portugal
  • 2001
    Shanghai International Film Festival China
  • 2000
    Haugesund Film Festival
  • 2000
    Raindance Film Festival (England)
  • 2000
    Miro Vision Film Festival (S-Korea)
  • 2000
    Sao Paulo International Film Festival
  • 2000
    Cairo International Film Festival
  • 2000
    Mannheim-Heidelberg International Film Festival
  • 2000
    Edduverðlaunin / Edda Awards

Útgáfur

  • Háskólabíó, 2000 - VHS