English

Ávaxtakarfan

Ávaxtakarfan fjallar um viðkvæmt efni, einelti og fordóma. Leikritið gerist í ávaxtakörfu þar sem allir eru kúgaðir af Imma ananas. Mæja jarðarber er minnst og verður fórnarlamb eineltis. En þegar gulrót kemur í ávaxtakörfuna tekur hún við hlutverki Mæju sem bitbein og verður fyrir barðinu á fordómum þar sem hún er grænmeti og því annarrar ættar en ávextirnir. Smám saman opnast augu ávaxtanna fyrir því að það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innrætið.

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    31. ágúst, 2012, Smárabíó
  • Tegund
    Fjölskyldu- og barnamynd, Gaman
  • Lengd
    86 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Enska
  • Titill
    Ávaxtakarfan
  • Alþjóðlegur titill
    Fruit Basket
  • Framleiðsluár
    2012
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Byggt á
    Leikriti
  • Titill upphafsverks
    Ávaxtakarfan
  • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2013
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Barnaefni ársins. Tilnefnd fyrir búningar ársins (María Theodora Ólafsdóttir). Tilfnefnd fyrir leikmynd ársins (Linda Mjöll Stefánsdóttir).