English

Noi, Pam og mennirnir þeirra

Heimildamynd í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur um tvær taílenskar konur, sem búa með íslenskum mönnum norður í landi. Myndin segir sögu Noi og Pam en þær eru frá litlu þorpi í norðurhluta Taílands þar sem flestir íbúarnir lifa af hrísgrjónarækt og búa við kröpp kjör.

Noi og Pam, sem eru frænkur, flytja tvítugar að aldri til Bangkok í leit að vinnu í von um að geta hjálpað fjölskyldum sínum eftir uppskerubrest í þorpinu. Eftir tíu ára strit í verksmiðjum á lágum launum fá þær nóg og ákveða að leita betri framtíðar í Evrópu. Verður það til þess að leiðir þeirra og Ísaks og Sveinbjarnar liggja saman árið 1997.

Myndin fjallar um væntingar Noi og Pam um lífið og framtíðina og varpar ljósi á hvernig sambúðin gengur með Íslendingum, að sögn Ásthildar. Noi býr með Ísaki og Pam með Sveinbirni í Öxarfjarðarhéraði í Norður-Þingeyjarsýslu en Ásthildur rekur ættir sínar í þennan landshluta.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  17. október, 2002, Háskólabíó
 • Lengd
  75 mín.
 • Tungumál
  Enska, Íslenska
 • Titill
  Noi, Pam og mennirnir þeirra
 • Alþjóðlegur titill
  Noi, Pam and their men
 • Framleiðsluár
  2002
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2002
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir Heimildarmynd ársins.