English

Saga Stuðmanna

Sagan hefst í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Eitthvað sem átti að vera útúrsnúningur á dægurtónlist síns tíma snerist í andhverfu sína með því að verða einstaklega vinsælt. Nokkrum árum síðar náði þessi tónlist sínu fyrsta risi með tímamótaplötunni Sumar á Sýrlandi. Þar kvað við nýjan tón, óvenjuvel samin lög með hnyttnum, galgopalegum textum, allt flutt af fagmennsku og frumleika.

Tívolí-platan var þemaplata af því tagi sem ekki hafði birst áður hér á landi. Hlé varð á sveitaballatúrum á meðan meðlimirnir fóru ýmist í háskóla eða leituðu frægðar og frama í útlöndum, en eftir fjögurra ára hvíld komu Stuðmenn saman á ný til að gera bíómyndina Með allt á hreinu, sem notið hefur meiri vinsælda en nokkur önnur bíómynd íslensk. Ári síðar kom svo kvikmyndin Hvítir mávar.

Einstakir meðlimir hafa leikið og sungið á öðrum vetfangi og fengið útrás fyrir margvíslega sköpunarþörf á ýmsum sviðum tónlistar, en fátt hefur þó notið meiri vinsælda en miðlæg dægurtónlistin sem fengið hefur að þróast og dafna í skjóli Stuðmanna, vökvuð strákslegri kímni sem enn má rekja til menntaskólaáranna, rúmum þrjátíu árum eftir útskrift úr MH.

20 ára hlé varð á kvikmyndagerð Stuðmanna, en hljómplöturnar komu áfram út, og hljómsveitin spilaði áfram á böllum og tónleikum vítt og breitt um landið, alltaf við sömu góðu undirtektirnar. Merkileg tilraun var gerð til að koma Stuðmönnum á markað erlendis, ekki síst í Þýskalandi, en lengst ferðaðist sveitin þegar farið var til Kína í rómaða hljómleikaför - í landi sem fram að því hafði verið lokað fyrir erlendri dægurtónlist.

Og enn koma Stuðmenn saman og leika listir sínar.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    82 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Saga Stuðmanna
  • Alþjóðlegur titill
    Studmenn: The Story of a Band
  • Framleiðsluár
    2015
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    Stöð 2
  • KMÍ styrkur
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo
  • Sýningarform og textar
    HD fyrir sjónvarp.

Fyrirtæki



Stikla