English

Jóhanna: Síðasta orrustan

Það eru þrír mánuðir eftir af kjörtímabili Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra á Íslandi en eitt stærsta málið sem enn er ólokið er að fá þingið til að samþykkja nýja stjórnarskrá, sem var ein af kröfum Búsáhaldabyltingarinnar eftir efnahagshrunið árið 2008.

Helstu atriði nýju stjórnarskrárinnar voru samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu en Alþingi þarf hinsvegar að samþykkja stjórnarskrána til að hún taki gildi.

Stjórnarandstöðuflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur standa í vegi fyrir því með málþófi að stjórnarskráin verði samþykkt í þinginu. Hreyfingin vill ólm samþykkja nýja stjórnarskrá en finnst ríkisstjórnin ekki standa sig nógu vel í að koma málinu áfram.

Jóhanna lætur af embætti formanns Samfylkingarinnar og við tekur Árni Páll. Hann lætur af harðri stefnu Jóhönnu um að knýja málið í gegnum þingið á þeim stutta tíma sem eftir er en leggur þess í stað fram tillögu um að málinu verði að hluta til frestað til næsta kjörtímabils.

Þessi nýja stefna er Jóhönnu og mörgum samflokksmönnum hennar ekki að skapi og hún reynir eftir mætti að berjast gegn þessari stefnu og fá stjórnarskrána samþykkta.
Hreyfingin flytur vantraust á ríkisstjórnina vegna þess að hún sé með þessu að hundsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Ríkisstjórnin stendur vantraustið naumlega af sér en með stöðugu málþófi tekst andstæðingum stjórnarskrárinnar að drepa málið, svo að á endanum verður ekkert úr samþykkt nýju stjórnarskrárinnar.

Þessi niðurstaða er Jóhönnu mikil vonbrigði sem hún getur ekki leynt þegar hún yfirgefur þinghúsið í síðasta sinn eftir 36 ára setu á þingi.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  16. október, 2015, Bíó Paradís
 • Lengd
  84 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Jóhanna: Síðasta orrustan
 • Alþjóðlegur titill
  Johanna: The Last Battle
 • Framleiðsluár
  2015
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Sýningarform og textar
  DCP