English

Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi á Ströndum

María Guðmundsdóttir, ljósmyndari, ólst upp í Árneshreppi á Ströndum. Hún fluttist þangað ung að árum og bjó þar fram á fermingaraldur. Hún hefur miklar tilfinningar til náttúrunnar og fólksins í þessum afskekktasta og fámennasta hreppi landsins. María kvikmynda hreppsbúa yfir 5 ára tímabil, daglegu lífi og kynntist náið hugðarefnum þess. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, slóst í för með Maríu og tók viðtöl við hreppsbúa. Í heimildarmyndarmyndinni kynnumst við meðal annars Evu og Ásbirni sem staðsett eru á Hótel Djúpavík, alhúð heimamanna við æðarfuglinn, alræmdum álagablettum og sögum af galdrabrennum, förum á grásleppu með Gunnsteini, fyrrverandi oddvita, og lítum inn í einn klúbbanna sem haldnir eru í svartasta skammdeginu. Réttirnar á haustinn er ákveðinn hápunktur í samfélagslífi Árneshreppsbúa og þar taka allir til hendinni. Einnig kynnumst við Sigursteini sem skrifað hefur dagbækur sínar af alúð allt frá árinu 1963.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  53 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi á Ströndum
 • Alþjóðlegur titill
  The Journey Home
 • Framleiðsluár
  2015
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo