English

Þeir sem þora

ÞEIR SEM ÞORA lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, - Eistlands, Lettlands og Litháen, - í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991.

Myndin fangar hina örlagaríku atburðarás sem fór af stað í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna, Vilnius, Riga og Tallinn, í janúar 1991, þegar Sovétherinn reyndi á grimmúðlegan hátt að kæfa anda frelsis og ganga milli bols og höfuðs á hreyfingum sjálfstæðissinna. Á þessari örlagastundu var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, eini vestræni utanríkisráðherrann sem heimsótti höfuðborgirnar þrjár og sýndi með því stuðning þjóðar sinnar í verki.

Persónuleg tengsl og sérlegur áhugi Jóns Baldvins á Sovétríkjunum voru helsti hvatinn. Hann var, ásamt danska utanríkisráðherranum Uffe Elleman Jensen, dyggasti stuðningsmaður Eystrasaltsríkjanna innan Sameinuðu þjóðanna, Nato og fleiri stofnanna og talaði máli þeirra á vettvangi alþjóðlegrar stjórnmálaumræðu þegar færi gafst.

Þeir gerðu sér báðir grein fyrir því að alþjóðasamfélagið hafði í raun lítinn sem engan áhuga á þessum litla afkima Sovétríkjanna og voru jafnframt þeirrar skoðunar að innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin í seinni heimstyrjöldinni stæðist ekki lög.

Vestrænu stórveldin voru á þessum tíma önnum kafin við að gæta annarra “mikilvægari” hagsmuna , sem voru stríðsrekstur í Írak og sameining Þýskalands, og þeim var jafnframt umhugað um að veikja ekki stöðu Gorbasjovs heima fyrir.

Í kjölfar valdaráns í Moskvu í águst 1991 varð Ísland fyrsta ríki heims til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Í kjölfarið fylgdi hröð atburðarás og Sovétríkin heyrðu loks sögunni til í desember sama ár.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  1. apríl, 2015, Bíó Paradís
 • Lengd
  63 mín.
 • Tungumál
  Íslenska, Enska, Lettneska, Danska, Rússneska
 • Titill
  Þeir sem þora
 • Alþjóðlegur titill
  Those who Dare
 • Framleiðsluár
  2015
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  DCP

Þátttaka á hátíðum

 • 2016
  Mirgorod Film Festival, Poltava, Úkraína
 • 2015
  EstDocs, Toronto, Kanada - Verðlaun: Vann áhorfendaverðlaun hátíðar fyrir bestu mynd.
 • 2015
  Nordische Filmtage Lübeck - Verðlaun: Hlaut heiðursviðurkenningu.