English

Sægreifinn

Kjartan Halldórsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi hefur unnið við ýmis störf til sjávar og sveita en var lengst af kokkur á togurum og skipum Landhelgisgæslunnar. Eftir sextugt opnaði hann veitingastaðinn Sægreifann sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum jafnt sem heimamönnum, sem er bæði heimilislegri stemmningu staðarins og lífsgleði Kjartans að þakka. Hann talar aðeins íslensku og kann ekki á peningakassann svo hann reiðir sig á þernur staðarins, einna helst Elísabetu ráðskonu sína. Fyrir mann af hans kynslóð er margt framandlegt við nútímann sem þernurnar frá tölvuöldinni geta hjálpað honum með og hann sýnir þeim hversu langt jákvæðnin og hispursleysið geta komið manni, en Kjartan þjáist ekki af skorti á sjálfstrausti.
Að veturlagi, fyrir sólarupprás, sötra trillukarlar kaffi og líkist staðurinn þá fornlegri verbúð en húsið, sem er gamall beitingarskúr, væri búið að rífa eins og reyndar allt nánasta umhverfið ef ekki væri fyrir þrautseigju Kjartans. Kemur svo að því að Kjartan þarf að horfast í augu við elli kerlingu og velja sér arftaka, en ekki er víst að maður komi í manns stað.
Í kvikmynd Eiríks Guðmundssonar um Sægreifann mætast æskan og ellin, gömul gildi og ný, erlendur ferðamannastraumur og sérlunduð íslensk kímni.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  12. janúar, 2015
 • Lengd
  48 mín.
 • Tungumál
  Íslenska, Enska
 • Titill
  Sægreifinn
 • Alþjóðlegur titill
  The Sea Baron
 • Framleiðsluár
  2015
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Frumsýningarstöð
  RÚV
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  DCP, enskur texti

Fyrirtæki