English

Trend Beacons

Kafað er ofan í heim tískuspámennskunnar þar sem spáð fyrir um strauma og stefnur 2 ár fram í tímann. Tískuspámenn útskýra hvernig þeir vinna, hvað er það sem ræður og hvernig fyrirtæki þurfa að taka ákvörðun um hvaða stefnu sé fylgt. Mistök í þeim efnum geta verið dýr.

RAVAGE tvíeykið, Christine Boland og David Shah eru í aðalhlutverki hér. Við sjáum þau þróa spárnar og hvernig heimsfréttirnar hafa sín áhrif á þær og ráðgjöf til kúnnanna. Í lok myndarinnar sjáum við áhersluatriði spámanna og hvernig þeim líst á heiminn og þróun hans í hnotskurn.

Trend Beacons er kraftmikil rússibanareið inn í hulinn heim sem snertir alla daglega - en fæstir vita af. Við ferðumst um völundarhús tísku og hönnunar og rýnum í gegnum gjörningaþoku markaðarins til að ná miðju völundarhússins. Kraftmikil sýn höfundanna er styrkt af frábærri kvikmyndatöku sem hámarkar uppfræðslu- og skemmtanagildi myndarinnar. Áhorfandinn lítur tísku- og hönnunarheiminn ekki sömu augum eftir að hafa séð þessa mynd.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  12. mars, 2015, Bíó Paradís
 • Frumsýnd erlendis
  9. nóvember, 2014, CPH:DOX
 • Lengd
  74 mín.
 • Tungumál
  Enska
 • Titill
  Trend Beacons
 • Alþjóðlegur titill
  Trend Beacons
 • Framleiðsluár
  2014
 • Framleiðslulönd
  Ísland, Holland
 • IMDB
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  DCP, enskur texti

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2016
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir heimildarmynd ársins.
 • 2015
  Nikolai Biograf og Café, Kolding
 • 2015
  Planete+ Doc Film Festival Against Gravity, Varsjá
 • 2015
  Documentary Edge Festival
 • 2014
  CPH:DOX


Stikla