English

Jöklarinn

Heimildakvikmynd Kára G. Schram JÖKLARINN BROT ÚR SÖGU Þórðar Halldórssonar MESTA LYGARA ALLRA TÍMA – EÐA HVAÐ?
segir sögu Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará - eins frægasta" Jöklara",
síns tíma - og allra þeirra ótrúlegu ævintýra sem hann rataði í á langri og fjölskrúðugri ævi. Þórður var allt í senn: sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. En umfram allt var hann þó þjóðsagnapersóna og þjóðhetja sem vert er að minnast. Þórður hélt á lofti og kenndi okkur að meta náttúruna og þjóðararf fortíðarinnar sem svo margir eru búnir að gleyma. Hér var einstaklega frjór andi á ferð sem miðlaði og gaf óspart af öllum auðæfum sínum til að öðrum liði betur.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  21. nóvember, 2014, Bíó Paradís
 • Lengd
  49 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Jöklarinn
 • Alþjóðlegur titill
  Glacier Man
 • Framleiðsluár
  2014
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  HDV