English

Stars Above

Segir sögu þriggja kynslóða kvenna sem búa í sama húsinu í finnskri sveit. Árið 1942 er Saima ung og spræk kennslukona sem rekur heimilið af myndarskap meðan maður hennar er á vígstöðvunum. Hún á í leynilegu sambandi við sjarmerandi einhentan hermann og þau eignast saman dótturina Tuulikki. Við fylgjumst með henni á ofanverðum áttunda áratugnum þar sem hún dvelst í húsinu og elur upp dóttur sína án manns síns. Hún er róttækur feministi og höll undir frjálsar ástir en reynist erfitt að samþætta skyldur og langanir. Í nútímanum fylgjumst við með uppkominni Salla, hún er lesbía og fræðimaður með bein í nefinu. Salla snýr aftur í hús móður sinnar og ömmu til að vera í ró og næði en fyrirferðarmikill nágranni setur strik í reikninginn.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Kvikmynd
  • Frumsýnd
    1. ágúst, 2012, Bíó Paradís
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    105 mín.
  • Tungumál
    Finnska
  • Titill
    Stars Above
  • Alþjóðlegur titill
    Stars Above
  • Framleiðsluár
    2012
  • Framleiðslulönd
    Ísland, Finnland
  • IMDB
  • KMÍ styrkur
  • Litur

Fyrirtæki