English

Pressa 3

Í lok síðustu seríu fluttist Lára til Kanada með unnusta sínum og fjölskyldu. Eftir aðeins nokkra mánuði í áhyggjulausu lífi, ákveður Lára að flytja aftur heim til Íslands vegna veikinda föður síns. Alda (14) dóttir hennar flytur með henni og byrjar aftur í gamla skólanum sínum á meðan Lára byrjar aftur að vinna fyrir Póstinn. Það líður ekki á löngu fyrr en Lára er aftur orðin flækt í hættulegt og dularfullt mál. Filippeysk kona deyr eftir íkveikju í veitingastað sem tengist gengi sem hefur það að markmiði að hrekja innflytjendur í burtu. Heima er Lára að eiga við vandræði dóttur sinnar sem er komin með nýjan kærasta, Ísak, sem er úr undirheimum Reykjavíkur. Veikindi föður hennar, skilafrestar hjá póstinum, vandræði dóttur hennar og erfiður ritstjóri er bara byrjunin á sögunni hennar Láru.

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Tegund
    Drama, Glæpa
  • Lengd
    270 mín.
  • Tungumál
    Enska, Íslenska
  • Titill
    Pressa 3
  • Alþjóðlegur titill
    The Press III
  • Framleiðsluár
    2012
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    Stöð 2
  • IMDB
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    RED
  • Litur

Þátttaka á hátíðum

  • 2013
    PRIX Europa - Verðlaun: Tilnefnd fyrir bestu evrópsku dramaseríu.


Stikla