Fólkið í blokkinni
Á níundu hæð í blokk einni í höfuðborginni býr Vigga með fjölskyldu sinni. Vigga er 11 ára og við sjáum heiminn í gegnum augu hennar, enda er hún sögumaður verksins. Við kynnumst fjölskyldu hennar sem samanstendur af Óla bróður (8 ára), Söru systur (16 ára), Tryggva pabba (42 ára) og Sjólu mömmu (39 ára). Á yfirborðinu er þetta ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þegar nánar er athugað er hún auðvitað skemmtilega brengluð eins og flestar aðrar fjölskyldur sem maður þekkir (líka manns eigin).
Óli er hrakfallabálkur af guðs náð og gífurlega uppátækjasamur. Hann safnar gæludýrum, allt frá ánamöðkum að útigangsmönnum, áhugamál sem er að gera mömmu hans gráhærða. Sara systir er ekki eins og flestir unglingar því hún virðist vera rammgöldrótt og mjög efninleg norn. Tryggvi reynir að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að sonurinn fari sér að voða og á sama tíma halda friðinn í blokkinni. Sjóla er kennari og berst í bökkum við að koma vitinu fyrir börnin sín og eiginmanninn en stundum finnst henni eins og það sé borin von.
Þó að fjölskyldan á 9. hæðinni sé rauði þráðurinn í verkinu þá eru það aðrir íbúar og gestir í blokkinni sem mynda vettvang sögunnar sem Vigga segir okkur. Sjálft fólkið í blokkinni er af öllum toga og hvert öðru litríkara. Hundfúll húsvörður, frönsk hefðarfrú, símadama með félagsfælni, þunglyndur leikari, sjálfshjálpargúrú sem er kannski engill, flóttamaður frá Rúanda ofl. ofl.
Þessar ólíku manneskjur spila allar þátt í að gera líf Viggu og fjölskyldu hennar skrýtið, fjölbreytt og skemmtilegt. Sögurnar sem Vigga segir okkur eru sprenghlægilegar en þó um leið raunsannar, kryddaðar óbeisluðu ímyndunarafli og hreinskilni.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Byggt á sögu eftir
-
Hljóðhönnun
Um myndina
-
FlokkurLeikið sjónvarpsefni
-
TegundFjölskyldu- og barnamynd
-
Lengd150 mín.
-
TungumálÍslenska
-
TitillFólkið í blokkinni
-
Alþjóðlegur titillHigh Rise People
-
Framleiðsluár2013
-
FramleiðslulöndÍsland
-
Vefsíða
-
KMÍ styrkurJá
-
LiturJá
Leikarar
-
Aðalhlutverk
-
Aukahlutverk
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af
Þátttaka á hátíðum
- 2014Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir búningar ársins (Helga Rós V. Hannam). Leikmynd ársins (Gunnar Pálsson).