English

Búðin - Þar sem tíminn stendur í stað

Verzlunin H. Júlíusson á Sauðárkróki er annað og meira en lítil nýlendurvöruverslun. Þetta er síðasta verslun sinnar tegundar á Íslandi. Sá sem kemur inn í búðina getur ferðast í huganum áratugi aftur í tímann. Kaupmaðurinn í búðinni er 83 ára gamall. Hann selur allt milli himins og jarðar en verslunin hefur lítið breyst frá því að faðir hans stofnaði hana árið 1919.

Innréttinarnar í búðinni eru nánast eins og þær voru á fyrrihluta síðustu aldar, líkt og gamla viktin á búðarborðinu. Í búðinni er hægt að kaupa flesta hluti sem mann vantar. Tekatla, pakkasúpur, vinnubuxur, batterí, skrúfur, grillkol og sleikibrjóstsykur. Bjarni stendur enn vaktina á bak við búðarborðið, spjallar við viðskiptavinina og selur enn meira fyrir vikið.

Bjarni leiðir áhorfandanum fyrir sjónir hvernig nýlenduvöruverslun var í gamla daga, þegar matvara var geymd í sekkjum og afgreidd í lausu upp úr skúffum verslunarinnar.

Við kynnumst líka vinum Bjarna, sem eru hópur af gömlum mönnum sem koma í morgunkaffi í búðina og spjalla um liðna tið. Um fallega bíla og brennivínsdrykku og gömul ævintýri. Á sama hátt kynnumst við nágrönnum öldungsins og fjölskyldu.

Í heimildarmyndinni Búðinni ferðumst við með Bjarna aftur í tímann og kynnumst tíðarandanum eins og hann var á “Gamla Íslandi” þegar fólk gaf sér tíma fyrir náungann og hlustaði þegar einhverjum lá eitthvað á hjarta.

Búðin er hlý, fyndin og hjartnæm mynd sem tekur áhorfandan með í ferðalag aftur til hinna gömlu góðu daga á Íslandi.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  28. september, 2013, Háskólabíó
 • Lengd
  53 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Búðin - Þar sem tíminn stendur í stað
 • Alþjóðlegur titill
  The General Store
 • Framleiðsluár
  2013
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  DCP

Þátttaka á hátíðum

 • 2015
  Nordic Lights Film Festival, Seattle
 • 2014
  Nordic/Docs
 • 2013
  Reykjavík International Film Festival