English

SUNDIÐ - Að synda eða sökkva

Myndin fjallar um fjóra Íslendinga, sem hafa reynt við Ermarsundið, erfiðasta sund veraldar. Einnig er rakin saga sundkunnáttunnar á Íslandi frá upphafi byggðar.
Þegar landnámsmenn komu til Íslands voru þeir allir flugsyndir. Þeir hættu að kenna börnum sínum að synda og sundkunnáttan dó út.
Í byrjun 19. aldar þegar Íslendingar voru 50 þúsund kunnu aðeins sex menn á öllu landinu að fleyta sér.
Hægt og rólega óx sundkunnátta Íslendinga. Í myndinni er sú saga rakin ásamt því að fylgja Eyjólfi Jónssyni lögregluþjóni,Benedikt S. Lafleur útgefanda, Benedikt Hjartarsyni bakara og
Árna Árnasyni framkvæmdastjóra reyna við Ermarsundið -Mount Everest sundmanna.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    15. október, 2012, Bíó Paradís
  • Lengd
    90 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    SUNDIÐ - Að synda eða sökkva
  • Alþjóðlegur titill
    Swim for your life
  • Framleiðsluár
    2012
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HDV
  • Myndsnið
    16:9
  • Hljóð
    Stereo
  • Sýningarform og textar
    Blu Ray

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2013
    Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir heimildamynd ársins.