Draumurinn um veginn 5.hluti: - Að heiman heim
Að heiman heim hefst á Dýradegi eða Kristslíkamahátíð í Benediktínaklaustrinu í Samos, sem er lítill bær í Galisíuhéraði í Norð-Vestur hluta Spánar. Thor er kominn til heilsu á ný eftir veikindi sem hrjáðu hann í Villafranca og O Cebreiro og getur nú fylgt eftir ásetningi sínum að ganga alla leið til grafar Jakobs postula í dómkirkjunni í Santiago de Compostela. Inn í gönguna þangað fléttast tengsl hans við aðra pílagríma á leiðinni og íbúa Galisíu, minningarbrot að heiman auk þess sem kaflar úr skáldsögu hans, Morgunþulu í stráum, lifna við ásamt textum úr íslenskum fornritum. En þar með er ekki öll sagan sögð, þar kemur að turnar dómkirkjunnar í Santiago blasa við sjónum skáldsins og menningarpílagrímsins þar sem hann stendur uppi á Monde del Gozo eða Hæð fagnaðarins eins og hún nefnist í íslenskri miðaldaþýðingu og við tekur inngangan í Santiagoborg, sem á öllum öldum hefur haft djúpstæð áhrif á pílagríma. Thor veit að fyrir mörgum er ferðinni þó ekki lokið fyrr en á endimörkum jarðar, eða Finisterre, sem freistar hans.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Hljóð
-
Hljóðhönnun
-
Sögumaður
-
Val á tónlist
-
Þýðing
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Frumsýnd14. nóvember, 2012, Bíó Paradís
-
Lengd108 mín.
-
TungumálÍslenska, Spænska, Franska, Enska, Ítalska
-
TitillDraumurinn um veginn 5.hluti: - Að heiman heim
-
Alþjóðlegur titillDream of the Way: Part 5 - Home
-
Framleiðsluár2012
-
FramleiðslulöndÍsland
-
Fjöldi þátta í seríu5
-
KMÍ styrkurJá
-
UpptökutækniHDV, DVCAM
-
Myndsnið16:9
-
LiturJá
-
HljóðStereo
-
Sýningarform og textarDCP með íslenskum þulartexta og íslenskum neðanmálstextum
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af