English

Draumurinn um veginn 4.hluti: Lærisveinar vegarins

Thor vissi um veru Tómasar í Manjarín þegar hann leitar eftir gistingu hjá honum í lok göngudags. Séra Jakob Rolland hafði sagt skáldinu frá Tómasi og kynnum Jakobs sjálfs og unglingagönguhópi hans af Tómasi fyrir mörgum árum síðan. Thor fræðist af Tómasi um musterisriddarareglu hans sem framkallar minningu skáldsins um kafla í skáldsögu hans, Morgunþulu í stráum, þar sem segir frá musterisriddara. Áður en Thor heldur af stað næsta dag hefur hann skyndilega verið gerður að heiðursgesti í morgunandagt musterisriddarareglu staðarins, sem var óvænt uppákoma fyrir skáldið. Í Villafranca tekur Thor þátt í frægu ritúali Jesus Jatos I sæluhúsi hans sem kennt er við fuglinn Fönix. Jato blandar og hitar svokallaðan Queimada drykk samkvæmt fornri venju og kúnstarinnar reglum undir vökulum augum pílagríma sem komnir eru til að gista í sælihúsi hans þá nóttina. Jato kallar það mystíska altarisgöngu þegar allir njóta drykkjarins sameiginlega. En þegar hér er komið sögu er eins og heilsa Thors sé farin að bila, hvað svo sem veldur, og smám saman blasir það við að áframhald pílagrímsgöngunnar er komið í nokkra óvissu. Thor þarf á lækningu að halda, eigi hann að getað haldið göngu sinni áfram, krísa sem öldum saman hefur hrjáð margan pílagríminn.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  7. nóvember, 2012, Bíó Paradís
 • Lengd
  95 mín.
 • Tungumál
  Sænska, Íslenska, Enska, Spænska, Franska, Danska
 • Titill
  Draumurinn um veginn 4.hluti: Lærisveinar vegarins
 • Alþjóðlegur titill
  Dream of the Way: Part 4 - The Disciples
 • Framleiðsluár
  2012
 • Fjöldi þátta í seríu
  5
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HDV, DVCAM
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  DCP með íslenskum þularexta og íslenskum neðanmálstextum