English

7 ár

Fjórtán Íslendingar á áttunda ári eru viðfangsefni myndarinnar 7 ár, sem er innblásin af hinni víðfrægu þáttaröð Michael Apted - Up. Börnin eru hvaðanæva að af landinu, bæði úr sveit og borg. Öll börnin voru heimsótt og tekin tali á heimilum sínum sem og í skólanum.

Hvernig menning og samfélag endurspeglast í sínum yngstu þátttakendum er nokkuð fyrirferðarmikill þáttur í myndinni og málefni á borð við kynjahlutverk, trúarbrögð og stjórnmál eru tekin fyrir. Stærstum hluta myndarinnar er þó varið í að reyna að miðla persónuleika, vonum og væntingum hvers barns. Myndin er hugsuð sem fyrsta innslag í þáttaröð sem á að vara næstu áratugi. Ætlun hennar er að fá sömu viðmælendur í viðtal á sjö ára fresti og skrásetja uppvaxtar- og þroskasögu þeirra.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  62 mín. 47 sek.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  7 ár
 • Alþjóðlegur titill
  7 Years
 • Framleiðsluár
  2011
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo

Fyrirtæki

Sýningar í sjónvarpi

 • Ísland
  RÚV, 2012