English

Draumurinn um veginn: 3. hluti - Gengið til orða

Thor er á gangi á spönsku hásléttunni í upphafi myndarinnar og hittir þar fyrir kvikmyndahandritsráðgjafa frá New York, sem komið hefur til Íslands að sýna íslenskum kvikmyndagerðarmönnum hversu góðir sagnamenn þeir séu. Barátta listamanna fyrir viðurkenningu samtíðarinnar vefst inn í upplifun skáldsins þegar hann skoðar dómkirkjuna í León og konunglegu grafhvelfinguna í kirkju heilags Ísidórs, einnig í León, en elleftu aldar freskur grafhvelfingarinnar leiðir skáldið inn í minningu um myndlistariðkun þess á nóttum heima á Íslandi. Franski byggingastíllinn í León kemur skáldinu til að hverfa til Parísar þar sem rithöfundarferill Thors hófst fyrir alvöru og til Arles á slóðir málarans Van Goghs, sem einnig barðist fyrir viðurkenningu samtíðar sinnar. Rétt fyrir utan Arles hittir skáldið fyrir útgefanda sinn í Frakklandi, Hubert Nyssen, stofnanda Actes Sud og segir frá síðustu bók sinni Sveigi sem hann gerir sér vonir um að útgefandinn vilji gefa út. Útgefandinn lætur sig dreyma um að Thor skrifi bók upp úr pílagrímsferð sinni til Santiago og segist albúinn að gefa slíkt verk út. Myndinni lýkur við Járnkrossinn í León-héraði, en hann er eitt dularfyllsta minnismerkið við veginn, með rætur og siðvenju langt aftur í gráa forneskju.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  2. nóvember, 2012, Bíó Paradís
 • Lengd
  104 mín.
 • Tungumál
  Spænska, Danska, Íslenska, Franska, Enska, Þýska
 • Titill
  Draumurinn um veginn: 3. hluti - Gengið til orða
 • Alþjóðlegur titill
  Dream about the road part 3.- The Words
 • Framleiðsluár
  2012
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HDV, DVCAM
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo
 • Sýningarform og textar
  DCP með íslenskum þulartexta og íslenskum neðanmálstextum

Þátttaka á hátíðum

 • 2012
  Skjaldborg


Stikla