English

Undir mögnuðu tungli

Í myndinni er rætt við fjölda Vestmannaeyinga um gosið og hvernig það er að búa við rætur eldfjalls. Um leið er litið yfir farin veg og fjallað um það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað síðan gosinu lauk, rætt er við fólk sem missti allt sitt í gosinu og grennslast fyrir um hvernig því vegnar í dag.

Tekið er saman stutt ágrip jarðfræðilegra þátta, talað við jarðvísindamenn, þá sem tóku þátt í björgunarstarfi og hina sem þurftu að flýja á brott. Myndin er ekki atburðalýsing gossins sjálfs, heldur mannlífsslýsing á Vestmannaeyingum. Í myndinni er litast um á þjóðhátíð í Eyjum árið 1992, litið inn á lundaballið og rætt við brottflutta Vestmannaeyinga um þær tilfinningar sem þeir bera í brjósti til heimabyggðarinnar.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    44 mín. 30 sek.
  • Tungumál
    Íslenska, Þýska
  • Titill
    Undir mögnuðu tungli
  • Alþjóðlegur titill
    Undir mögnuðu tungli
  • Framleiðsluár
    1993
  • KMÍ styrkur
    Nei

Fyrirtæki

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland
    RÚV, 1993