Þórsmörk - Í skjóli jökla
Í myndinni Þórsmörk – í skjóli jökla, leitast Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur við að koma þessum sterku hughrifum sem Þórsmörk hefur til skila. Ari Trausti er leiðsögumaður í myndinni og áhorfendur fylgjast með honum í Þórsmörk að vetri, um áramót, í vorkomunni, í jöklaklifri og blómskrúði sumarsins og kynnast um leið jarðfræði og dýralífi Merkurinnar. Sagt er frá árangrinum af endurheimt landgæða eftir að Þórsmörk var friðuð fyrir ágangi búfjár og söfnun fræja af Þórsmerkurbirkinu. Einnig eru sýndar nýjar og gamlar myndir af svaðilförum í ánum sem þarf að fara yfir til að komast í Þórsmörk.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Tónlist
-
Sögumaður
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Lengd50 mín.
-
TungumálÍslenska, Enska
-
TitillÞórsmörk - Í skjóli jökla
-
Alþjóðlegur titillÞórsmörk - The Hidden Walley of Thor
-
Framleiðsluár1997
-
FramleiðslulöndÍsland
-
FrumsýningarstöðRÚV
-
KMÍ styrkurNei
-
LiturJá
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af
Þátttaka á hátíðum
- 1998International Filmfestival of Mountains, Exploration and Adventure
Sýningar í sjónvarpi
-
ÍslandRÚV, 1998
-
ÍslandRÚV, 1999