English

Fórn

Ólafur er fyrrum auðmaður sem hefur misst allt í kreppunni. Hann hefur einangrað sjálfan sig inni í skútunni sinni þar sem hann skipuleggur flótta með milljónir í seðlum sem hann hefur komið undan. Með dyggri hjálp tveggja kunningja sinna, Jonna og Gabríellu, ákveða þau að sviðsetja eigið hvarf með því að leggja af stað í skútusiglingu.

En ekkert þeirra er sérstaklega lagið við skútuna og um miðja nótt steytir hún á skeri og ferst. Þau komast af við illan leik á litla eyju, köld og hrakinn. Eina sem er nothæft er taska full af peningum og einn kveikjari. Það eina til að kveikja bál eru peningarseðlarnir, en vináttan þolir ekki þegar þeim er fórnað til þess að halda hita á skjálfandi skipbrotsmönnum. Fljótlega leysist því vináttan upp og kapphlaup hefst upp á líf og dauða.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Stuttmynd
 • Tegund
  Drama
 • Lengd
  14 mín. 59 sek.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Fórn
 • Alþjóðlegur titill
  Sacrifice
 • Framleiðsluár
  2012
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  Arri Alexa
 • Myndsnið
  2.35:1
 • Litur
 • Hljóð
  Stereo

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2013
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir stuttmynd ársins.
 • 2013
  Seattle International Film Festival
 • 2013
  Tallgrass Film Festival, Wichita, USA
 • 2012
  Nordisk Panorama, Shorts and Documentaries, Finland
 • 2012
  Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Germany


Stikla