English

HKL

Á innan við klukkustund er farið yfir sögu tuttugustu aldarinnar og ævi Halldórs Kiljan Laxness, rithöfundar (1902-1998), fléttuð þar inn frá Laxnesi í Mosfellsdal, þar sem hann ólst upp, og út í heim.

Hann skrifaði hverja bókina á fætur annari, stundaði sjálfsnám, gekk í klaustur, varð vinstrisinni, skrifaði kvikmyndahandrit og bjó í Hollywood, varð umdeildur rithöfundur á Íslandi og víðar og fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955, auk fjölda annara viðurkenninga um heim allan. Hann var staddur á þeim stöðum þar sem púslinn sló hvað hraðast og upplifði sjálfur til að mynda Búkarínréttarhöldin í Moskvu, Ólympíuleikara í Berlín 1936 og flúði frá Ameríku þegar kreppan skall á. En aldrei upplifði hann þá staðreynd að samkvæmt beiðni íslenskra stjórnvalda, njósnaði bandaríska leyniþjónustan (CIA) um hann í tvo áratugi, og reyndi hvað eftir annað að stoppa hann af með því að leggja stein í götu hans. Að beiðni samlanda sinna var hann black- listaður í enskumælandi löndum, en sú vitneskja kom í ljós eftir fráfall hans. Milli þess að farið er yfir vettvang rithöfundaferils Laxness í Evrópu og Ameríku, eru viðtöl tekin við lesendur hans erlendis sem hafa pælt í sögum hans og æviskeiði. Talað er við Chay Lemonie, prófessor í bókmenntum við Günter Grass, Brat Leithauser rithöfund og bókmenntafræðing, Jane Smiley rithöfund og Morten Thing, danskan bókmenntafræðing sem mikið hefur pælt í ævi Halldórs.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  58 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  HKL
 • Alþjóðlegur titill
  Anti-American Wins Nobel Prize
 • Framleiðsluár
  2011
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  HD
 • Myndsnið
  16:9
 • Hljóð
  Dolby Stereo SR
 • Sýningarform og textar
  DCP með enskum textum.

Fyrirtæki