Snúið líf Elvu
Það er glápt á hina þrítugu Elvu Dögg Gunnarsdóttur hvar sem hún kemur, enda snýr hún sér í hringi, stappar, sparkar og vindur upp á sig í öðru hverju skrefi. Hún er með versta tilfelli Tourette-heilkennis sem læknir hennar hefur nokkru sinni séð, en um leið er hún með ískrandi húmor og gerir stanslaust grín að sjálfri sér. Í myndinni er líf Elvu komið í öngstræti og hún getur ekki lengur séð fyrir sér og syni sínum litla vegna miskunnarlausra kækjanna. Engin lyf virka, og hennar síðasta von er áhættusöm aðgerð þar sem rafskaut eru grædd djúpt í heila hennar, aðgerð sem er enn á tilraunastigi við Tourette. Ættingjar hennar og vinir raka af sér hárið henni til stuðnings á táknrænan hátt. Elva segist hlakka mest af öllu til þess að geta hlaupið óhindrað eins og annað fólk. Elva fer óhrædd inn á spítalann, en þar rennur alvarleiki málsins upp fyrir henni til fulls og hún getur ekki varist þeirri hugsun að þá um morguninn hafi hún kvatt litla drenginn sinn í síðasta sinn. Elva grínast þó fram á síðustu stundu í aðgerðinni, sem er sýnd í smáatriðum í myndinni. Þegar Elva vaknar kemur í ljós að allt hefur gengið vel. Lokaskot myndarinnar er tekið að sex mánuðum liðnum, þar sem Elva fer í hlaupaskó og hleypur án kækja inn haustið. Myndin er hetjusaga sem dregur fram á ljúfsáran hátt hvernig húmor og kærleikur verða að afli sem gerir Elvu og fjölskyldu hennar kleift að vaða eld og brennistein.

Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Stjórn kvikmyndatöku
-
Klipping
-
Tónlist
-
Framleiðslustjórn
-
Hljóðhönnun
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Frumsýnd13. nóvember, 2011
-
Lengd57 mín. 40 sek.
-
TungumálÍslenska
-
TitillSnúið líf Elvu
-
Alþjóðlegur titillThe Twisted Life of Elva
-
Framleiðsluár2011
-
FramleiðslulöndÍsland
-
FrumsýningarstöðRÚV
-
KMÍ styrkurNei
-
UpptökutækniDVC-pro
-
Myndsnið16:9
-
LiturJá
-
HljóðStereo
Leikarar
-
AðalhlutverkElva Dögg Gunnarsdóttir (sem hún sjálf.)
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
Þátttaka á hátíðum
- 2012Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Germany