English

Korríró

Kvikmyndin Korríró fjallar um andstæður. Sagan fjallar um óvenjulega konu í venjulegum aðstæðum - og öfugt. Gullbrá Vilhjálmsdóttir (Gulla) lifir í ræsinu. Hún er andlega og líkamlega farlama þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur.

Er við hittum hana fyrst er hún minnislaus og illa farinn af timburmönnum í fangaklefa á Hverfisgötu. Það að reyna að standa á fætur er stóreflisátak hjá þessari rúmlega fertugu konu. Kuldi götunnar tekur við. Grár hversdagurinn sem á sér aðeins eina ljóstíru sem er að finna á botni flöskunnar.

Við hittum þessa tilteknu konu á degi sem hún dettur óvænt inn á heimili sem bíður upp á flest lífsins gæði. Eftir höfnun samfélagsins leikur hún leik hinnar „venjulegu“ húsmóður einn eftirmiðdag þar sem hún mátar sig inn í veröld sem henni er svo fjarlæg orðin. Heimilið er bjart og skipað fallegum hlutum og litríkum fötum og húsgögnum. Safaríkum mat og óaðfinnanlegum guðaveigum. Það er eins og hún stigi inn í einskonar draumaveröld um stund. Á vissan hátt er það eins og draumur er hún er aftur í klefanum bak við lás og slá. Gerðist þetta í raun og veru? Á hún heima í þessari veröld sem hún smakkaði á?

Myndin er hugsuð sem hugvekja í formi skáldskapar um manneskju sem á sínar eftirmyndir og jafnvel fyrirmyndir í íslensku samfélagi.

Undirliggjandi í sögunni er ævintýrið um Birnina þrjá og Gullbrá og ber aðalsöguhetjan nafn hennar. Eins og stúlkan í ævintýrinu mátar aðalsöguhetjan sig inn á ókunnugt heimili. Hún virðir fyrir sér heim sem er henni luktur. Hún hefur engan aðgang að þeim lífsins gæðum sem mörgum eru svo sjálfsögð. Samlíkingin við ævintýrið undirstrikar ævintýraheiminn sem hún dettur inn í.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Stuttmynd
 • Frumsýnd
  22. desember, 2011, Bíó Paradís
 • Tegund
  Drama
 • Lengd
  15 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Korríró
 • Alþjóðlegur titill
  Korríró
 • Framleiðsluár
  2011
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  RED
 • Litur

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2013
  Minimalen Short Film Festival, Trondheim, Norway
 • 2013
  Munich International Short Film Festival - Verðlaun: Valin í keppni.
 • 2012
  Edduverðlaunin/Edda Awards, Iceland - Verðlaun: Tilnefnd sem besta stuttmyndin. Nína Dögg Filippusdóttir var einnig tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki.
 • 2012
  International Izmir Short Film Festival, Turkey
 • 2012
  Salento International Film Festival, Italy - Verðlaun: Valin í keppni um stuttmyndaverðlaun í flokknum Heimurinn í hnotskurn