Amma Lo-fi: Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur
Uppúr sjötugu fór Sigríður Níelsdóttir að taka upp og gefa út sína eigin tónlist beint úr stofunni heima. Á sjö árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins, litlar fjársjóðskistur af sérviskulegum, grípandi tónsmíðum þar sem fléttast saman ólíkar hljóðuppsprettur; mjálm og korr gæludýra Sigríðar, ýmiss konar leikföng, eldhússlagverk og Casio-hljómborð. Áður en leið á löngu varð þessi einstaka tónlistar- og myndlistarkona dáð költ-fígúra meðal íslenskra tónlistarmanna, en nokkrir þeirra votta ómótstæðilegum lagstúfum þessarar sjarmerandi ömmu virðingu sína í myndinni með stuttum performönsum. Fulltrúar aðdáenda Sigríðar í myndinni eru: Hildur Guðnadóttir, Mugison, múm, Sing Fang, Mr. Silla og Kría Brekkan.
Amma Lo-fi er frumraun þriggja tónlistarmanna á kvikmyndasviðinu. Myndin var að mestu skotin á Super-8 og 16 mm filmu á sjö árum og fangar kreatívasta tímabilið í lífi Sigríðar Níelsdóttur. Á margan hátt minnir Sigríður á teiknimyndafígúru. Ljóðræn uppátæki á borð við það að fóstra vængbrotnar dúfur sem syngja fyrir hana í staðinn eða það að breyta rjómaþeytara í þyrlu, kalla á teiknaðar hreyfimyndir sem brúa óljóst bilið á milli einstaks ímyndunarafls Sigríðar og ljómandi óvenjulegri hversdagstilveru hennar. Amma Lo-fi er kvikmyndaður óður til stórkostlegrar tónlistarkonu og óviðjafnanlegs sköpunarkrafts hennar.
Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
-
Klipping
-
Tónlist
-
Aðalframleiðandi
-
Meðframleiðandi
-
Hljóðhönnun
-
Tökumaður
Um myndina
-
FlokkurHeimildamynd
-
Frumsýnd30. mars, 2012, Bíó Paradís
-
Frumsýnd erlendis5. nóvember, 2011, Cinemateket, Copanhagen
-
TegundTónlistarmynd
-
Lengd62 mín.
-
TungumálÍslenska, Danska
-
TitillAmma Lo-fi: Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur
-
Alþjóðlegur titillGrandma Lo-fi: The Basement Tapes of Sigrídur Níelsdóttir
-
Framleiðsluár2011
-
FramleiðslulöndÍsland, Danmörk
-
Vefsíða
-
KMÍ styrkurJá
-
UpptökutækniSuper 8mm, 16mm, Digital
-
Myndsnið4:3
-
LiturJá
-
HljóðMono
-
Sýningarform og textarBlu Ray með enskum texta
Leikarar
-
AðalhlutverkSigríður Níelsdóttir (sem hún sjálf)
-
AukahlutverkÖrvar Smárason (sem hann sjálfur), Sin Fang Bous (sem hann sjálfur), Mr. Silla (sem hún sjálf), Gunnar Örn Tynes (sem hann sjálfur), Hildur Guðnadóttir (sem hún sjálf), Kría Brekkan (sem hún sjálf), Mugison (sem hann sjálfur)
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
-
Meðframleiðslufyrirtæki
-
Styrkt af
Þátttaka á hátíðum
- 2018Ciranda de Filmes
- 2015Nordisk Panorama - Isländskt Retrospektiv, Malmö
- 2014Scandinavian House NY
- 2013Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Tilnefnd fyrir heimildamynd ársins.
- 2013Nordic Lights Film Festival (Nordic Heritage Museum), Seattle, USA
- 2013Gothenburg International Film Festival, Sweden
- 2012Flatpack Festival, UK
- 2012Exposed Festival for First Films, Cologne, Germany
- 2012REC Festival Internacional de Cinema de Tarragona, Tarragona, Spain
- 2012Nordisk Panorama, Shorts and Documentaries Film Festival, Finland
- 2012Gimli Film Festival, Canada
- 2012Helsinki International Film Festival, Finland
- 2012South by Southwest, Texas, USA
- 2012MoMa/Documentary Fortnight, New York
- 2012Ambulante Mexioco Documentary Travelling Film Festival
- 2012Rotterdam International Film Festival, Netherlands
- 2012Bafici Festival, Buenos Aires
- 2012Festival Air d'Islande, France
- 2012IndieLisboa Portugal, International Independent Film Festival, Portugal
- 2012Docaviv Film Festival, Israel
- 2012Norwegian Short Film Festival, Grimstad, Norway
- 2012Open City Loncon Documentary Festival, UK
- 2012Sheffield DOC/FEST, Sheffield, UK
- 2011CPH: DOX - Verðlaun: Besta alþjóðlega tónlistarmyndin.
Sýningar í sjónvarpi
-
ÍslandRÚV, 2012
Sýningar í kvikmyndahúsum
-
ÍslandBíó Paradís, 2012