English

Everything, Everywhere, All the Time

Árið 2006 stofnaði Valgeir Sigurðsson plötuútgáfuna Bedroom Community ásamt tónlistamönnunum Nico Muhly og Ben Frost og fljótlega bættist Sam Amidon í hópinn. Fjölmörgum tónleikum og plötuútgáfum síðar lögðu fjórmenningarnir upp í tónleikaferð um Evrópu ásamt fríðu föruneyti: The Whale Watching Tour. Pierre-Alain Giraud kvikmyndaði ferðalagið og úr varð bíómynd sem veitir innsýn í stofnun og starfssemi útgáfunnar, hugarheim listamannanna, þeirra einstaka samstarf, hljóðverið Gróðurhúsið þar sem tónlistin verður til og sigra og raunir sem fylgja því að halda í tónleikaferðalag þegar eldgos eru á hverju strái.

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Frumsýnd
  29. september, 2011, Bíó Paradís
 • Frumsýnd erlendis
  5. nóvember, 2011, Cinemateket, Copanhagen
 • Tegund
  Tónlistarmynd
 • Lengd
  60 mín. 48 sek.
 • Tungumál
  Enska
 • Titill
  Everything, Everywhere, All the Time
 • Alþjóðlegur titill
  Everything, Everywhere, All the Time
 • Framleiðsluár
  2011
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Upptökutækni
  HD
 • Myndsnið
  16:9
 • Litur

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2011
  Reykjavík International Film Festival
 • 2011
  CPH: DOX