English

Á annan veg

Myndin gerist á ótilgreindum fjallvegum á 9. áratugnum og fjallar um tvo starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna við að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur í vegkanta, fylla í holur og annað tilheyrandi.

Sá eldri og reyndari, Finnbogi, hefur verið beðinn um að gera fjölskyldu kærustu sinnar greiða og útvega Fredda, yngri bróður hennar, starf hjá Vegagerðinni; taka hann með sér út á land yfir sumarið og gera úr honum mann. Þessum ólíku mönnum er fylgt eftir í eyðilegu og hrjóstrugu fjalllendinu, þar sem þeir þurfa að takast á við og umbera hvorn annan og sérvisku hvors um sig, deila tjaldi og sofa þétt saman í táfýlu. Hvorugur hefði kosið sér félagskap hins, en þeir eru tilneyddir því aðstæður bjóða ekki upp á annað. Þegar þeir ganga í gegnum stormasama atburði læra þeir þó að meta félagsskap hvors annars og þróa með sér vináttu. Smám saman kemur í ljós hvaða mann þeir hafa að geyma og leyndarmálin afhjúpast, eitt af öðru. Að lokum standa báðir á krossgötum í lífinu. Og kannski var tími til kominn hjá báðum?

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  2. september, 2011
 • Tegund
  Drama, Gaman
 • Lengd
  84 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Á annan veg
 • Alþjóðlegur titill
  Either Way
 • Framleiðsluár
  2011
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • IMDB
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Upptökutækni
  RED
 • Myndsnið
  2.39:1
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby Surround
 • Sýningarform og textar
  DCP með enskum textum.

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2016
  Ultima Thule, Pólland
 • 2016
  Premiers Plan - Angers Festival, Frakkland
 • 2015
  Iceland Sounds & Sagas, Turku, Finnlandi
 • 2014
  Avvantura Festival Film Forum Zadar
 • 2014
  Pluk de Nacht Open Air Film Festival
 • 2014
  International House Philadelphia
 • 2013
  Wisconsin Film Festival, USA
 • 2013
  Glasgow Film Theatre, Scotland
 • 2013
  Tokyo Northern Lights Film Festival, Japan
 • 2013
  Cinenordica, Paris, France
 • 2013
  Ales Film Festival, France
 • 2013
  Icelandic Films, Copenhagen, Denmark and Aarhus, Denmark
 • 2013
  Galeries, Belgium
 • 2013
  Transatlantyk Festival, Poznan, Poland
 • 2013
  The Northern Film Festival, Leeuwarden, Holland
 • 2012
  Helsinki International Film Festival, Helsinki, Finland
 • 2012
  4 Steps into the Great North - Icelandic Days, Rome, Italy
 • 2012
  SUBTITLE European Film Festival, Icelandic New Wave, Ireland
 • 2012
  Exposed Festival for First Films, Cologne, Germany
 • 2012
  Molodist Kyiv International Film Festival, Kyiv, Ukraine
 • 2012
  Friars Club Comedy Film Festival, New York, USA
 • 2012
  Detour International Travel Film Festival, Padova, Italy
 • 2012
  The Norwegian Internatiional Film Festival Haugesund, Haugesund, Norway
 • 2012
  Scandinavian Film Festival L.A, California
 • 2012
  Göteborg International Film Festival, Sweden
 • 2012
  Internationales Filmwochenende Würzburg, Germany
 • 2012
  Images from the Edge: Classic and Contemporary Films from Iceland,New York, USA
 • 2012
  Izmir Film Festival, Turkey
 • 2012
  Seattle International Film Festival, USA
 • 2012
  Olhar de Cinema - Curitiba International Film Festival, Brazil,
 • 2012
  Edinburgh International Film Festival, UK
 • 2012
  Transilvania International Film Festival, Romania
 • 2012
  Karlovy Vary International Film Festival, Karlovy Vary, Czech Republic
 • 2012
  Montreal World Film Festival, Canada
 • 2012
  Scanorama European Film Forum
 • 2012
  IFF East & West, Orenburg, Russia
 • 2012
  Arras International Film Festival, Arras, France
 • 2011
  San Sebastian Film Festival - Verðlaun: Í keppni um Kutxa-New Directors Awards.
 • 2011
  Nordlichter XII, Dresden
 • 2011
  Torino Film Festival - Verðlaun: Besta myndin. Besta handrit.
 • 2011
  Tallinn Black Nights Film Festival - Verðlaun: Opnunarmynd hátíðarinnar.
 • 2011
  Thessaloniki International Film Festival
 • 2011
  Nordische Filmtage Lubeck - Verðlaun: Baltic Film Prize.
 • ????
  Edduverðlaunin / Edda Awards - Verðlaun: Leikari ársins í aukahlutverki (Þorsteinn Bachmann). Kvikmyndatakaársins (Árni Filippusson). Búningar ársins (Margrét Einarsdóttir, Eva Vala Guðjónsdóttir). Tilnefnd sem kvikmynd ársins. Tilnefnd fyrir leikstjóra ársins . Tilnefnd fyrir handrit ársins (Hafsteinn Gunnar Sigurðsson). Tilnefnd fyrir leikara ársins í aðalhlutverki (Hilmar Guðjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson). Tilnefnd fyrir klippingu ársins (Kristján Loðmfjörð). Tilnefnd fyrir hljóð ársins (Huldar Freyr Árnason). Tilnefnd fyrir leikmynd ársins (Hálfdán Pedersen).

Sýningar í kvikmyndahúsum

 • Ísland
  Háskólabíó, 2011
 • Ísland
  Borgarbíó, Akureyri, 2011