English

Hvíti víkingurinn

Þetta er upprunalega saga um Ask og Emblu, sem uxu upp á þeim tímum þegar kóngar börðust um völdin og ásatrú tókst á við kristindóminn á vígvellinum. Um 1000 e.Kr. hefur Ólafi Noregskonungi hér um bil tekist að snúa öllum í Noregi til kristinnar trúar, með sverð í annari hendi en kross í hinni. Ólafur sendir Ask til Íslands til að kristna Íslendinga, en heldur Emblu eftir sem gísl. Askur heldur af stað í þennan vonlausa leiðangur, því annars mun hann ekki sjá Emblu aftur. Askur og Embla eru peð í valdatafli konungs og fyrir þeim liggja þungar raunir. Þeim er ætlað að svíkja ást sína, hefðir og trú.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Kvikmynd
 • Frumsýnd
  1. nóvember, 1991
 • Tegund
  Drama, Spenna
 • Lengd
  119 mín.
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Hvíti víkingurinn
 • Alþjóðlegur titill
  White Viking, The
 • Framleiðsluár
  1991
 • Framleiðslulönd
  Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð
 • IMDB
 • KMÍ styrkur
  Nei
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby Stereo

Þátttaka á hátíðum

 • 2010
  Summer Film School