English

Bakka-Baldur

Baldur frá Bakka í Svarfaðardal er bæði hógvær og fámáll, en samt er hann goðsögn í lifandi lífi þar í dalnum. Um hann hafa verið ortar gamanvísur og lög sem sungin eru á mannamótum í dalnum. Öllum er hlýtt til hans.

Baldur hefur alið þann draum í brjósti undanfarin tíu ár, að leggja land undir fót og hitta gamlan vin sinn á eyju í Kyrrahafinu. En það eru mörg ljón á veginum frá Svarfaðardal til Big Island í Hawaii-eyjaklasanum. Og hver er þessi vinur hans? Hvað stórkostlegu atvik tengja þá svo órjúfanlegum böndum?

Myndin er hörkukeyrsla inn í svarfdælskan menningarheim, þar sem aldagamlar hefðir og allskyns skringilegheit hafa dagað uppi. Hún er líka saga um draum sem rætist, endurfundi á hitabeltiseyju, líf og dauða.

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    63 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Bakka-Baldur
  • Alþjóðlegur titill
    Baldur From Bakki
  • Framleiðsluár
    2011
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
  • Upptökutækni
    HD
  • Myndsnið
    16:9
  • Litur
  • Hljóð
    Stereo

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • 2012
    Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Germany
  • 2011
    Skjaldborg