English

Sjáðu hvað ég get

Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til þroskaheftra á undanförnum áratugum. Í myndinni er rakin saka Skálatúnsheimilsins og um leið fylgjumst við með viðhorfsbreytingum sem hafa orðið í tímans rás. Fólkið í Skálatúni á sinn eigin heim en vill þó vera með í heimi hinna heilbrigðu. Mjög vel er búið að fólkinu á Skálatúnsheimilinu en það er svolítill ágreiningur um hvort fólk eigi að búa á svona heimilum eða sambýlum í samfélaginu. Að mati starfsfólksins á Skálatúnsheimilinu eru ekki allir færir um að búa á sambýli. Sumir geta lítið bjargað sér en aðrir geta jafnvel verið að vinna úti í samfélaginu.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Frumsýnd
    30. janúar, 1994
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Sjáðu hvað ég get
  • Alþjóðlegur titill
    Sjáðu hvað ég get
  • Framleiðsluár
    1994
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    RÚV
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki