English

Mengun í Norðurhöfum

Í myndinni er fjallað um mengun í sjó í víðu samhengi, þó með sérstakri áherslu á mengun af völdum kjarnorku. Í myndinni er spurt hvort óhófleg losun úrgangs í Norðurhöfum verður til þess að tilveru íslensku þjóðarinnar verði beinlínis ógnað. Bretar hafa undanfarið ár haft uppi áform um að geyma geislavirkan úrgang í Dounreay í Norður-Skotlandi og í Sellafield í Cumbríuhéraði við norðanvert Írlandshaf. Í myndinni er velt vöngum yfir flutningi á geislavirkum efnum yfir höf. Hversu tryggilega er búið um hnútana í slíkum flutningum? Íslensk stjórnvöld hafa líka haft áhyggjur af tíðum ferðum kjarnorkukafbáta um höfin umhverfis landið.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    50 mín. 24 sek.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Mengun í Norðurhöfum
  • Alþjóðlegur titill
    Evil in the Northern Seas
  • Framleiðsluár
    1992
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Upptökutækni
    SP betacam

Fyrirtæki

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland
    RÚV, 1992