Hús í svefni
Myndin er sett upp sem draumur. Roskinn maður ekur snemma morguns upp að húsi nokkru, opnar útidyrnar með lykli og sest í stól í forstofunni. Síðan birtast á hvíta tjaldinu minningar hans frá þeim árum sem liðin eru frá því að hann hvarf á braut úr þessu húsi með heimasætuna forðum. Hjónaband þeirra fór út um þúfur og fyrirtæki hans á hausinn og hvort í sínu lagi lentu þau hjá margháttuðum píslum og að lokum iðrast hún þess sérlega að hafa yfirgefið hann. Þegar íbúar hússins vakna að morgni er maðurinn látinn í stólnum en úr andliti hans skín hin langþráða fyrirgefning handa eiginkonunni fyrrverandi, sem búsett hefur verið á æskuheimili sínu síðustu árin.
Með kvikmyndinni vildi Guðmundur Kamban leggja áherslu á að rithöfundar semdu kvikmyndir í stað þess að semja fyrst bókmenntaverk, sem síðan þyrfti að umbreyta í kvikmynd. Sex manna hljómsveit aðstoðaði við sýninguna og þótti hún söguleg, vegna þess að Hús í svefni var fyrsta kvikmyndin sem Íslendingur hafði samið og stjórnað sjálfur.

Aðstandendur og starfslið
-
Leikstjórn
-
Handrit
Um myndina
-
FlokkurKvikmynd
-
Frumsýnd9. október, 1926
-
TegundDrama
-
Lengd73 mín.
-
TitillHús í svefni
-
Alþjóðlegur titillDet Sovende Hus
-
Framleiðsluár1926
-
IMDB
-
KMÍ styrkurNei
-
Upptökutækni35mm
-
LiturSvarthvítur
Leikarar
-
Aðalhlutverk
-
Aukahlutverk
Fyrirtæki
-
Framleiðslufyrirtæki
Sýningar í kvikmyndahúsum
-
ÍslandNýja Bíó, 1927
-
ÍslandNýja Bíó, 1981
-
ÍslandBæjarbíó Hafnarfirði, 2006