English

Steinbarn

Konan kemur til landsins og heldur þegar á söguslóðirnar til að vinna að verkefni sínu. Hún kemur þó fyrst við hjá eiginmanni sínum og tekur dóttur þeirra litlu með sér norður. Þær mæðgur halda síðan á þær slóðir er skipskaðinn varð, fjörutíu árum áður. Þar komast þær í kynni við gamlan einsetumann er sinnir vitavörslu skammt frá strandstaðnum og kemur á daginn að hann var sjónarvottur að atburðunum á sínum tíma. Einnig hafði hann tekið þátt í björgun þeirra örfáu skipverja er af komust. Handritshöfundurinn tekur gamla manninnn tali og fær hjá honum ýmsar upplýsingar um rás viðburða. En önnur saga, ekki síður sorgleg, kemur einnig á daginn í spjalli þeirra og hrífur hún hina aðkomnu enn frekar en hið upphaflega verkefni.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Leikið sjónvarpsefni
  • Frumsýnd
    1. janúar, 1990
  • Tegund
    Drama
  • Lengd
    90 mín.
  • Tungumál
    Íslenska
  • Titill
    Steinbarn
  • Alþjóðlegur titill
    Story of a Child
  • Framleiðsluár
    1989
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Frumsýningarstöð
    RÚV
  • KMÍ styrkur
    Nei
  • Litur

Fyrirtæki

  • Framleiðslufyrirtæki