English

Hæ Gosi

Bræðurnir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir fara með aðalhlutverk í Hæ Gosa og leika bræður á miðjum aldri sem eiga í mikilli tilvistarkreppu. Móðir þeirra er nýlátin og faðir þeirra, sem leikinn er af Þórhalli Sigurðssyni, fær inni á elliheimili þrátt fyrir að hafa ekki náð aldri til. Þannig fer af stað atburðarás sem kemur þeim bræðrum í mikið uppnám. Grái fiðringurinn spilar einnig stóra rullu í samskiptum þeirra við eiginkonur sínar sem að leiknar eru af þeim Maríu Ellingsen og Helgu Brögu Jónsdóttur. Þættirnir eru teknir upp á Akureyri sem skartar sínu fegursta í þáttunum og gerir upplifunina enn skemmtilegri.

Hæ Gosi eru þættir sem að eru óþægilega fyndnir og eru sannkölluð fjölskylduskemmtun.

Um myndina

 • Flokkur
  Leikið sjónvarpsefni
 • Tegund
  Gaman, Drama
 • Tungumál
  Íslenska
 • Titill
  Hæ Gosi
 • Alþjóðlegur titill
  Hæ Gosi
 • Framleiðsluár
  2010
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Fjöldi þátta í seríu
  6
 • KMÍ styrkur
 • Myndsnið
  1.85:1
 • Litur
 • Hljóð
  Dolby Digital

Fyrirtæki