English

Töframaður í listinni

Sverrir Haraldsson (1930 - 1985) var sérstæður listamaður sem samtíminn átti erfitt með að átta sig á, einkum listfræðingar og gagnrýnendur. Hann var undrabarn á mörgum sviðum og viðurkenndur hæfileikamaður þegar um tvítugt.

Í þessari heimildamynd er ævi hans og listferill rakinn og sýndur fjöldi listaverka - málverk, teikningar, útskurðarmyndir, bókakápur o.fl. Gerð er grein fyrir ákveðnum skeiðum og tegundum verka á listferli Sverris: bernskumyndum frá Vestamannaeyjum, fíngerðum “kúbískum” verkum, flatarmyndaskeiðinu, auglýsingavinnu, verkum unnum með málningarsprautu og landslagsmálverkum sem hann vann síðustu tvo áratugi ævinnar.

Víða er leitað fanga til að rekja þennan feril - í umsagnir samferðamanna, ljósmyndir, sjónvarpsviðtöl, fyrirmyndir í náttúrunni o.fl.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    55 mín.
  • Titill
    Töframaður í listinni
  • Alþjóðlegur titill
    Töframaður í listinni
  • Framleiðsluár
    1991
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur
    Nei

Fyrirtæki