English

Surtsey - eyjan svarta

Með einstökum kvikmyndum sjáum við eld fæðast úr hafi og nýtt land verða til. Gosið gerist á þeim tíma sem nútímakenningar um mótun jarðar eru að koma fram. Við kynnumst Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og lífskúnstner. Hann drukknar næstum því í Atlantshafinu við fyrstu lendingu í Surtsey. Við fáum að vita að hann lifði volkið af en týndi myndavél og rauðu húfunni. Þegar af húfumissinum fréttist, prjónuðu konur um allt Ísland húfur og sendu honum. „Hann átti fulla skúffu af rauðum prjónahúfum“ segir vinkona hans og blaðamaðurinn Elín Pálmadóttir sem fylgdi honum ávallt við rannsóknir á eldgosum á Íslandi. Dr. Sturla Friðriksson hefur stundað vísindarannsóknir í Surtsey í 40 ár. Sturla segir frá störfum sínum á eynni sem hefur átt stóran þátt í rannsóknum hans og lífi.

Í myndinni eru 16 mm kvikmyndir Sveins Ársælssonar, útgerðarmanns úr Vestmannaeyjum, sýndar í fyrsta sinn opinberlega. Sveinn kvikmyndaði gosið sem stóð í þúsund daga frá 1963- 1967. Hann myndaði einnig uppábúna eyjaskeggja og aðra á leið út á Atlantshafið til að skoða hina rjúkandi Surtsey. Sveinn, sem nú er látinn, ætlaði sjálfur að gera kvikmynd um tilurð eyjunnar. Einnig eru notaðar kvikmyndir Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen ásamt myndum Þorgeirs Þorgeirssonar.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

 • Flokkur
  Heimildamynd
 • Lengd
  45 mín.
 • Tungumál
  Íslenska, Enska
 • Titill
  Surtsey - eyjan svarta
 • Alþjóðlegur titill
  Surtsey - The Black Island
 • Framleiðsluár
  2003
 • Framleiðslulönd
  Ísland
 • Vefsíða
 • KMÍ styrkur
 • Sýningarform og textar
  DigiBeta, enskir textar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

 • 2005
  Festival International Du Film Unsulaire
 • 2004
  Ecocinema Information Section, Greece
 • 2004
  Icelandic Nature in Moving Pictures