English

Gengið í hljóði

Japanski slagverksleikarinn og tónskáldið, Stomu Yamashita, sneri baki við frægð og frama á Vesturlöndum og hvarf inn í heim Zen-heimspeki og hugleiðslu í einu af hofum Kyoto. Í kjölfarið þróaði hann afar sérstakan tónlistarheim í gegnum syngjandi steina. Steinarnir voru fluttir frá lítilli eyju utan Japansstrandar og höggnir til af miklu listfengi. Hljóðmögnun var unnin á vísindalegan hátt og sérstakir hljóðnemar hannaðir sem gátu numið hinn margbreytilega yfirtóna-heim steinanna.

Sverrir Guðjónsson kontratenór hefur frumflutt fjölda tónverka og ópera sem sérstaklega voru samin með raddsvið hans í huga. Á undanförnum árum hefur hann í auknum mæli tekið þátt í spunakenndum verkefnum, þar sem þanþol raddarinnar er kannað til hins ýtrasta. Samstarf þessara tveggja listamanna hófst í kjölfar sýningarinnar „Legends in Icelandic Music“ í boði Min-on Concert Association, undir listrænni stjórn Sverris, sem sýnd var fyrir fullu húsi í 15 japönskum borgum (ca. 30.000 áhorfendur).

Stomu og Sverrir eru vinir og hafa þekkst í mörg ár. Myndin sýnir okkur tvo listamenn sem takast á við tónlitarsköpun sem byggir á þeim sérstöku kröftum sem þeir leiða saman; syngjandi steinar sem Stomu vinnur af vísindalegri nákvæmni og hin sérstaka rödd Sverris. Tónverkið byggir á ferðalagi og þróun lífs í gegnum ímyndað völundarhús, sem tengir saman fortíð, nútíð, framtíð. Hin svonefnda „labirynth“ eða „mandala“ býr yfir leyndardómum sem fylgt hafa manninum í gegnum aldirnar. Vegferðin er mörkuð og leiðir okkur hægt og bítandi að miðju orkusviðs, sem er upphaf og endir alls.

Aðstandendur og starfslið

Um myndina

  • Flokkur
    Heimildamynd
  • Lengd
    90 mín.
  • Tungumál
    Íslenska, Enska
  • Titill
    Gengið í hljóði
  • Alþjóðlegur titill
    Walking on Sound
  • Framleiðsluár
    2010
  • Framleiðslulönd
    Ísland
  • Vefsíða
  • KMÍ styrkur

Þátttaka á hátíðum

  • 2010
    European Spiritual Film Festival, Clichy - Verðlaun: Besta evrópska mynd